Rauð sósa
Hráefni :
- 2-3 gulir laukar
- 3-4 gulrætur
- 2-3 hvítlauksrif
- 2 dl rauðar linsur
- 2-3 dl vatn
- 1 dós skornir tómatar
- 1 dós tomato sauce
- 5-6 msk. tomato pure
- 1 grænmetisteningar
- ólífuolía
- salt, svartur pipar, sykur, basilika, oregano, paprikuduft, chilli, cayanne pipar.
Rauð sósa
Aðferð :
- Laukurinn er skorinn smátt.
- Gulræturnar rifnar
- hvítlaukurinn rifinn eða pressaður.
- Látið mýkjast á pönnu í ólífuolíu.
- Linsunum bætt við ásamt vatni, grænmetistening og tómatgumsi.
- Látið sjóða þar linsurnar eru tilbúnar (35-45 mín).
- Kryddað (örlítill sykur dregur fram tómatbragðið).
Hvít sósa
Hráefni :
- 300-400 g kotasæla
- 3 dl rifinn ostur (hluti geymdur þar til síðast)
- 200 g frosið spínat
- salt, hvítur pipar, múskat.
Hvít sósa
Aðferð :
- Spínatið er látið þiðna og vatnið kreyst vel úr því.
- Öllu blandað saman og kryddað.
- Lasagne plötum er raðað á botnin í eldfast form.
- Því næst er sett rauð sósa, plötur, hvít sósa og plötur.Þetta er endurtekið þar til formið er fullt.Endað er á plötum, ofan á þær er stráð rifnum osti og að lokum er 1 dl af mjólk hellt yfir allt saman.(Hér má frysta aukaformið sem er búið til því að uppskriftin er aldrei gerð minni en tvöföld.)Bakað í ofni í ca. 40 mínútur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli