Hráefni :
- 5-6 kjúklingabringur eða 1 heill bitaður og beinlaus
- 4 rif hvítlaukur
- 1 peli rjómi (nota alltaf kaffirjóma)
- 1/2 krukka mangóchutney (ég nota sweet mangoc. frá Rajah)
- 1 msk karrý (ég nota oft meira)
- Kóríanderlauf (má sleppa, ég hef aldrei notað það)
Aðferð :
- Skerðu kjúklingabitana í litla bita, kryddaðu með salti og pipar og steiktu á pönnu í örlítilli olíu.
- Þegar kjúklingurinn er næstum gegnsteikturbættu þá söxuðum hvítlauk, rjóma, mangóchutney og karrý út á pönnuna.
- Blandaðu öllu vel saman.
- Láttu malla í ca 15 mín.
- Stráðu kóríanderlaufi yfir undir lokin.
- Berðu fram með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli