miðvikudagur, 8. ágúst 2007

Kanil-kókoskúlur

Hráefni :

  • 200 g þurrkaðir papaya- og ananas bitar
  • 1 dl kókosmjöl
  • 6-8 Nóa kókosbitar
  • 100 g Suðusúkkulaði, brytjað
  • 100 g pekanhnetur
  • 2-3 msk. mjúkt smjör
  • 1/2-1 tsk. kanill
  • Dökkur ópal hjúpur

Aðferð :

  • Setjið allt í matvinnsluvél og hrærið þar til allt verður að þykkum massa.
  • Mótið kúlur úr massanum
  • Hjúpið þær með hjúpnum.
  • Stráið kókosmjöli yfir.
  • Geymið í lokuðu íláti.

Engin ummæli: