Hráefni :
- 5 bollar hveiti eða 4 bollar hveiti og einn af rúgmjöli
( 2,5 dl spelt og 2,5 dl rúgmjöl) - 3 tsk lyftiduft
- ½ tsk salt
- 2 msk sykur
- 1 msk smjör
- 3 dl köld mjólk
- 1-2 egg
Aðferð :
- Hnoðið fljótt saman.
- Flatt út í mátulega stórar kökur (12-18 stk).
- Bakað á þurri pönnu, ekki á hæsta hita (4-5 af 6).
- Látið í stafla á meðan bakað er (þá haldast þær mjúkar) og svo í plastpoka.
- Best er að frysta kökurnar ef það á að geyma þær lengur en 1 dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli