Hráefni:
- 150g smjör
- 150g Cote d'Or súkkulaði (56%)
- 165g Sykur ( 2 dl )
- 4 eggjarauður
- 4 eggjahvítur
- 80g hveiti ( 1,5 dl )
Aðferð :
- Hitið ofninn í 175°C.
- Stífþeytið eggjahvíturnar.
- Smyrjið smelluform (22 cm ) að innan með smjöri, stráið síðan hveiti yfir það.
- Bræðið 150g af súkkulaði, hrærið saman við smjör og sykur þar til það verður ljóst og létt.
- Blandið eggjarauðunum saman við einni í einu og hrærið vel á milli þeirra.
- Blandið saman bræddu súkkulaði og hveiti saman.
- Blandið síðan eggjahvítunum varlega saman við.
- Bakið í 30-35 mín við 175°C og kælið kökuna ( á að vera blaut inní).
Hráefni :
- 200g Cote d'Or súkkulaði (56%)
- 4 msk smjör
- 1 msk Grand Marnier
- 1,5 dl ristaðar möndluflögur eða heslihnetuflögur
Aðferð :
- Hitið saman smjör, súkkulaði og Grand Marnier og smyrjið því á kökuna.
- Fallegt er að skreyta kant kökunnar með ristuðum heslihnetuflögum eða möndluflögum.
- Berið kökuna fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
- Verði ykkur að góðu :)
2 ummæli:
líst vel á þessa ;O)
Mmmm... mig langar að baka þessa ;) Takk fyrir uppskriftina
Skrifa ummæli