laugardagur, 30. júní 2007

Ein heima

Í fyrsta sinn í marga mánuði þá er ég ein heima. Kiddi og Víkingur Atli fóru til tengdaforeldra minna í morgun og ég er heima að hvíla mig. Ég var svo svakalega þreytt, sofnaði kl. 22-23 í gær, sofnaði út frá myndinni sem ég var að horfa á og vaknaði kl. 14 í dag. Reyndar vaknaði ég við Víking Atla í morgun og fékk mér morgunmat en ég steinsofnaði um leið og lokaði augunum.
Ég fæ að vera ein heima í allan dag, þvílíkur lúxus !!

Engin ummæli: