mánudagur, 25. júní 2007

Augun mín

Víkingur Atli er hér 2javikna og eru þetta með fyrstu myndunum sem nást af honum með opin augun. Hann liggur voðalega rólegur á maganum á hnjánum hjá mér eða pabba sínum.
Augun hans voru risastór og falleg, blá með hvítum hring í kringum augasteininn.


Pp er brúnn bazzill og græni pp er frá american crafts. Úr línunni a la carte florentine. Keypt í Fjaðrarkaup

Borðinn er keyptur í búðinni saumsporið í kópavogi.

Blingið er frá Prima ( pantað að utan í gegnum hana Gógó ).

Blómin er ég ekki alveg viss hvaðan þau eru en ég keypti þau af henni Gógó.

Stafirnir eru frá making memories, be inspired. Heita chekky shimmer stickers. Keypti þessa í target í Boston en ég sá svipaða í Fjarðarskrappi.

Stóra blómið er frá europris og splittið í miðjuni er frá prima, heitir Brad Bitt og er hluti af glaðningi sem ég fékk frá Fjarðarskrappi fyrir að hafa verið dregin úr potti í opnunarhátíð spjallsins þeirra.

3 ummæli:

Erla Rún sagði...

Þessi síða er ekkert smá falleg, alveg fullkomin sko

Nafnlaus sagði...

Rosalega falleg síða hjá þér.

Nafnlaus sagði...

yndisleg síða :O)