sunnudagur, 10. júní 2007

Stúlkurnar mínar

Úff það fer að styttast ísskyggilega í 2ja ára "afmælið" þeirra Alexöndru Rósar og Sigurrósar Elísu. 2 ár síðan þær komu í heiminn og yfirgáfu þennan heim. Á þessum tíma fyrir 2 árum voru þær sprelllifandi og spörkuðu í mig af krafti en það átti eftir að breytast hratt innan mánaðar. Þær voru sterkar, spörkuðu í mig fram á seinustu stundu eða þangað til ég hætti að muna í fæðingunni. Ég sakna þeirra á hverjum degi en ég veit líka af þeim þar sem þær passa upp á litla bróður sinn, vaka yfir honum og láta okkur Kidda , mömmu sína og pabba , vita þegar eitthvað bátar á hjá honum. Það hafa svo margar tilviljanir komið upp sem hafa leitt til þess að alvarlegir sjúkdómar hafa komið í ljós hjá honum Víkingi okkar. ótrúlegt alveg hreint. Ég er því fullviss um það að stúlkurnar okkar passa litla bróður sinn vel og eru okkur innan handar með umönnun hans.

Við Kiddi fórum út í kirkjugarð í dag og gerðum leiðið þeirra voðalega fínt og stelpulegt. Krossinn þeirra er reyndar orðinn frekar slitin en vonandi getum við sett hjá þeim fínan og stelpulegan stein. Settum einnig blóm hjá litlum dreng sem liggur nærri þeim og ég þekki mömmu hans , góð kona með ljúfa sál :)

Allt of mikið af ungabörnum sem liggja í kirkjugarðinum þeirra Alexöndru Rósar og Sigurrósar Elísu. Mörg sem liggja hjá ættingjum sínum en önnur sem liggja ein og sér og bíða ástvina sinna. Stúlkurnar okkar liggja saman, man eftir þeim, haldandi utan um hvor aðra eins og systrum sæmir. Ofursætar og fallegar stelpur sem voru teknar of snemma frá okkur. Sigurrós eftirmynd pabba síns og Alexandra svipuð mér. Víkingur Atli er keimlíkur systur sinni Alexöndru, við Kiddi sáum það strax í sónar. Sami munnsvipurinn :) Öll yndsleg börn, börn sem við höfum barist fyrir þótt baráttan hefur átt mismunandi endi og þau eru ekki öll hjá okkur þá eru þau hjá okkur í anda.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þó þið hafið ekki stúlkurnar ykkar hjá ykkur þá munu þær lifa að eilífu í hjörtum ykkar. Og það er ekki spurning að þær vaka yfir litla Víkingnum ykkar.

Nafnlaus sagði...

ekki spurning að þær vaki yfir honum Víking okkar :O)

Just Thoughts sagði...

Já , það held ég að sé ekki spurning um að þær vernda litla bróður sinn vel. Knús...

Nafnlaus sagði...

Maður társt nú bara við lesturinn....fallegar hugsanir settar á blað og til hamingju með árin tvö hjá dömunum:O)

Svana Valería sagði...

úff alltaf erfitt að lesa sona !!ég er viss um að þær systur leggi verndarhendi yfir litla bróður sinn og passi vel upp á hann

knús á þig og kidda og auðvita lilta kallinn hann Víking

Gogo sagði...

#orðlaus#

..en langaði samt að kvitta.

Til hamingju með stelpurnar þínar

Erla Rún sagði...

Yndislegu stúlkurnar ykkar eru pottþétt að passa uppá litla bróður sinn:o) knús á ykkur, verðum að fara að hittast aftur með strákana

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég hafi aldrei kynnst neinum sem hefur gengið í gegnum eins mikið og þið. Þið eruð ótrúlega sterk og öðrum fyrirmynd. Víkingur Atli er heppinn að eiga ykkur að. Stelpurnar eiga alltaf eftir að lifa í hjörtum ykkar.

Nafnlaus sagði...

Mikið rosalega er sárt að lesa þetta. Víkingur býr yfir góðum verndarenglum.

Kv. Ólöf Birna