Litli Víkingurinn minn er orðinn 10 mánaða. ótrúlegt. Hann er svo mikil dúlla. Hann er þvílíkt sprækur fyrir utan veikindi. Hann er síbrosandi og "talar" á fullu, hefur frá mörgu að segja. Því miður þá skil ég bara eiginlega ekkert af því sem hann segir nema þegar hann segir mamamamamamama og ef hann er reiður þá kemur MAMMA !!! Hann segir líka amma og ava og ohhh hehe.
Hann er farinn að klappa saman lófunum og líka iljunum, vinka ( samt ekki alltaf, oft þegar viðkomandi sem er að fara er farinn hehe ).
Það nýjasta er að brosa rosalega mikið svo það sjáist í tönnslurnar sem eru komnar og kreista aftur augun og krumpa saman nefið eins og sést á myndinni hérna.
Við höfum því ákveðið að baka pönnukökur eða vöfflur í tilefni dagsins og laga til hér heima, hmmm spennandi það síðarnefnda.
1 ummæli:
Hann er nú bara krútt :O)
Skrifa ummæli