fimmtudagur, 7. júní 2007
Endalaus veikindi
Þá er ég sjálf orðin veik. Víkingur er enn veikur, Kiddi var veikur ( er það samt eiginlega enn en fór samt í vinnunna ) og nú er ég orðin veik. Seinustu skipti þegar fjölskyldan ( svo gaman að geta talað um fjölskylduna : ) ) hefur öll lagst í einhverja pest þá höfum við Kiddi skipst á að vera veik, fyrst hann svo ég. Ágætt að við séum það ekki samtímis því þá getur sá sem frískur séð um drenginn á meðan, nema hvað ég þarf auðvitað að sjá um hann á daginn þegar ég er veik. Ekki mikið um barnapössun þegar fjölskyldan býr svona "langt" í burtu og allt fullorðna fólkið í vinnu á daginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sæl Inger ;)
Ég vissi ekki að þú værir komin með blogg!! Ótrúlega fallegar síðurnar þínar! Ég sé að þú ert með link á mig, svo ég tek mér bessaleyfi og linka á þig ;)
Vonandi farið þið nú öll að hressast, svo leiðinlegt að standa í svona veikindum :/
Skrifa ummæli