mánudagur, 4. júní 2007

Helgin

Helgin okkar var fín, svona í heildina. Auðvitað fer ekki allt eins og maður hefði viljað að það færi en það er ekkert við því að segja , allavegana ekki svona eftir á :)
Lagaði aðeins til í skrappinu mínu. Sé að ég þarf að koma á betra skipulagi á blómin mín og borðana. Blómin taka allt of mikið pláss eins og þau eru í dag og ég sé ekki alveg nógu vel hvernig blóm ég á , sömu söguna er að segja um borðana. Allt of mikið drasl í þessari skúffu. Þarf að koma þessu betur fyrir einhvernveginn.

Er að komast í gegnum fyrsta mánuðinn í lífi Víkings Atla. Þarf að prófa að prenta út myndirnar sem eru bara til á barnalandi. Það töpuðust nokkrir af fyrstu dögunum hans Víkings Atla, frekar sárt. Þar eru meðal annars myndir af því þegar ég klæddi hann í fyrstu fötin ( eftir að hann var búinn að vera í hitakassa í nokkra daga ) og svo fyrsta baðið hans ( sem er frekar sárt að missa ).

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég er einmitt í miklum flokkunar pælingum. það er rosalega sniðug hugmynd sem ég sá í skrapblaði, þar eru blómin flokkuð inn í geisladiskahulstur, það ætla ég að gera, þá flettir maður bara hulstrunum og sér blómin... finnst þér ekki sniðugt?

æ, en svekkjandi að tína myndunum:(

stína fína sagði...

hei sniðug hugmynd Ólöf ;O) en það hlítur einmitt að vera sárt að glata myndum af barninu sínu :O(

Unknown sagði...

Jú Ólöf það er rosalega sniðug hugmynd. Ætla að skoða hana aðeins nánar.

Svana Valería sagði...

drasl drasl hehe of mikið af því í mínu skrappdóti !!
leiðinlegt að missa sona mikilvægar myndir

Helga sagði...

úfff mín blóm og borðar eru í rúst og ég er endalaust að taka til í þessu :/