föstudagur, 15. júní 2007

5 ÁR í dag...

... síðan við Kiddi gengum í heilagt hjónaband :) Fyrir 5 árum síðan var ég í hárgreiðslu á þessum tíma, síðan kom vinkona mín heim til að farða mig og önnur vinkona mína var með mér allan tíman til að taka myndir og svoleiðis :) Þetta var yndislegur dagur. Tíminn leið ekkert smá hratt og ég gleymdi eiginlega alveg að borða, hafði eiginlega enga lyst ( ætli spenningurinn hafi ekki verið það mikill ). Athöfnin byrjaði kl. fimm í Garðakirkju. Afi minn var svaramaður minn og við vorum keyrð heiman frá mömmu í Bleikum Cadilac, bílstjórinn var hún Soffía, mamma vinkonu hans Kidda. Soffía átti þennan flotta bíl.
Veislan var svo haldin í sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Æðislegur salur. Það var dekkað á borð fyrir 130 manns, 120 manns mættu svo í veisluna ( sumir höfðu ekki fyrir því að láta vita fyrirfram að þeir kæmu ekki ). Við vorum með 3 rétta hlaðborð. Mamma, amma mín og nokkrar frænkur mínar bjuggu til matinn. Tengdaforeldrar mínir, móðurafi og amma hans Kidda og móðurbróðir hans skáru niður kjötið sem var á hlaðborðinu. Vinkona mömmu og systir hennar bjuggu til brúðkaupskökuna, ótrúlega góða pavlovu ( sem er kakan mín , alltaf gerð í afmælum og öðrum veislun hjá okkur ). Vorum með borðvín , gos og vatn með matnum. Koníak með kaffinu og kökuni og þegar líða tók á kvöldið og fólk byrjaði að dansa þá var komið með bjór.
Vinkonur mínar sem voru í hljómsveit sem spilaði írsk lög spilaði fyrir dansi en afi hans Kidda spilaði á harmóniku á undan, þar á með spilaði hann brúðarvalsinn :)
Við gætum ekki verið ánægðari með veisluna. Nú eru fimm ár liðin, mikið búið að ganga á. Sem betur fer hefur það styrkt hjónaband okkar enn frekar í stað þess að það hafi flosnað upp.
Víkingur Atli ætlar að fara í næturgistingu til móðursystur minnar svo við Kiddi getum haft það kósý í kvöld.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með 5 árin og njótið nú kvöldsins í botn bara þið 2 :O)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn og vonandi eigið þið gott kvöld

kveðja Gunna

Helga sagði...

Til hamingju með daginn :)

Hildur Ýr sagði...

Til hamingju með brúðkaupsafmælið :) Þetta hefur greinilega verið æðislegur dagur ;)