Tek hér þátt í áskorun sem er í gangi á spjallsvæði scrap.is.
1. Um hvað var síðasta síðan sem þú gerðir?
Son minn Víking Atla. Notaði myndir sem voru teknar af honum 9. sept. þá um 2ja vikna gamall. Myndirnar voru meðal þeirra fyrstu sem við náðum af honum þar sem hann var með augun opin.
2. Hvaða skrappara lítur þú upp til og af hverju?
Margra, þeirra sem koma með fallegar og flottar skissur, mikið hugmyndaflug og fallegt hráefni til að vinna úr. T.d. Begga, Hannkj, Barbara, Magga, Erla Rún og fleiri
3. Hvað hefur þú ekki gert á skrapp síðu en langar að prufa?
Hef ekki prufað að hefta , né notað límstafi ( glimmer sett á þá , voða flott ).
4. Hvaða tími dagsins hentar þér best til að skrappa?
Dagurinn er bestur, þegar Víkingur Atli sefur lúrana sína
5. Settu link inn á 2 blogg sem þú heimsækir reglulega.
http://gettinsketchy.blogspot.com og svo Beggu skissur , er ekki með linkinn á síðuna þar sem hún er lokuð í augnablikinu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli