Pavlova með súkkulaðifrauði
Undibúningstími : 50 mín
Eldunartími : 45 mín
Fyrir 10-12
Botnar :
6 eggjahvítur
335g sykur
2 1/2 msk kakó
Fylling
200g dökkt suðusúkkulaði, brætt
6 eggjarauður
1 msk skyndikaffi
1 msk vatn
625 ml rjómi, þeyttur
1. Hitið ofninn í 150 °C. Setjið bökunarpappír á 4 bökunarplötur og gerið hringi með 22 cm þvermáli á 3 þeirra en dragið beinar línur með 3 cm millibili á fjórðu.
Stífþeytið eggjahvíturnar í þurri skál og bætið síðan sykrinum í smám saman og þeytið á fullum krafti á meðan.. Þeytið í 5-10 mín eða þangað til sykurinn er uppleystur og marengsinn þykkur og gljáandi. Blandið syktuðu kakóinu varlega í.
2. Skiptið marengsinum í 4 hluta. Breiðið 3 þeirra innan hringjanna á plötunum 3. Setjið fjórða hlutann í rjómasprautu með sléttri túðu og sprautið eftir línunum á fjórðu plötunni. Bakið í 45 mín eða þangað til marengsinn er ljósgullinn og stökkur að utan.
Gætið þess að lengjurnar verði ekki ofbakaðar.
Slökkvið á ofninum og látið marengsinn kólna í honum með opna hurðina.
3. setjið brætt súkkulaðið í skál og og þeytið eggjarauður og kaffiduft, uppleyst í vatninu saman við. Þeytið þar til mjúkt. Blandið þeytta rjómanum varlega saman við og hrærið þar til allt hefur samlagast vel.
Kælið frauðið í ísskáp þar til það er kalt og þykkt.
4. Setjið einn af marengsbotninum á kökufat og breiðið 1/3 af frauðinu yfir. Setjið annan botninn ofan á og helminginn frauðsins ofan á hann.
Setjið þriðja botninn þar ofan á og það sem eftir er af frauðinu ofan á og með hliðunum. Rennið hnífi eftir kökuröndinni til að jafna frauðið.
Brjótið eða skerið marengslengjurnar í 5 cm búta og raðið bitunum allan hringinn eftir kökuhliðinni og látið þá festast í frauðinu.
Staflið afganginum ofan á.
Stráið kakói yfir og kælið í ísskáp þar til kakan hefur stífnað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli