laugardagur, 28. júlí 2007

Kominn á skrið

Langt síðan ég hef sett eitthvað hingað inn. Hef ekki verið að gera neitt og allt hefur verið við það sama hjá okkur fjölskyldunni.

Mér tókst að gera eina síðu um daginn, á eftir að leggja lokahönd á hana og þá munuð þið geta séð hana hér inni.

Víkingur Atli er loksins farinn að skríða, byrjaði á því í gær og er núna að æfa sig. Hann þýtur um allt í göngugrindinni þannig að það er ágætt að hann læri líka að koma sér á milli staða án hennar.
Hann er farinn að þyngjast aftur. Hann var vigtaður seinasta miðvikudag, þá var hann orðinn 8280g og 70 cm.

Hann varð 11 mánuða seinasta þriðjudag. Nóttina áður flutti hann yfir í sitt eigið herbergi og líkar það mjög vel. Steinsefur alla nóttina. Til að byrja með hafði ég barnapíutæki þannig að ég heyrði í honum. Það var samt stór galli á tækinu. Það nam bara hljóð en ekki andardrátt. Víkingur Atli getur ekki sofið kyrr og er því á fleygiferð um rúmið sitt alla nóttina ( kannski eins og mamma sín haha sem snýr sér ótalsinnum yfir nóttina, hún er þó hætt að snúa sé þannig að hún liggi með höfuðið þar sem fæturnir eiga ða liggja haha ). Ég heyrði því skruðnina hálfa nóttina. Í gær ákvað ég að hafa bara angelcarið í gangi ( nemur hreyfingar og lætur vita ef engin hreyfing ( nemur andardrátt ) kemur í 20 sek. ) og það dugði. Ég svaf og allir ánægðir hehe.

Kiddi er núna að hjóla strandlengjuna í kringum Rvk og ætlar að enda heima hjá foreldrum sínum, þetta eru rúmir 40 km. Smá æfing fyrir hálfmaraþon sem hann ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu.

Engin ummæli: