mánudagur, 2. júlí 2007

Alexandra Rós og Sigurrós Elísa

Dagurinn í dag er tileinkaður þeim. Fyrir 2 árum þá fæddust þessi 2 ljós sem slokknuðu svo skyndilega en lifa þó enn í hjörtum okkar sem minnast þeirra.

Þær fengu nöfnin Alexandra Rós ( fæddist á undan ) og Sigurrós Elísa ( fæddist klst seinna en systir hennar ). Alexandra Rós var eins og ég ( auðvitað haha ) og Víkingur Atli bróðir hennar er eins og hún. Hún var fyrst og fékk því Alexöndru nafnið því það byrjar á A. Lengi var haldið í vonina að Sigurrós myndi ekki koma því þær voru ekki með sömu legkökuna en klst. seinna eftir fæðingu Alexöndru þá brást sú litla von þegar eftirmynd pabba síns kom í heiminn. Mikið voru þær ólíkar þessar tvíburasystur, svart og hvítt. Þær voru nokkuð stórar, Alexandra var 28 cm og 425 g ( stendur 25 cm á spjaldinu sem við fengum við fæðinguna en við nánari rannsókn var hún mæld 28 cm ). Sigurrós var stærri og þyngri, hún var 30 cm ( 28 við fæðingu ) og 475 g. Þær fæddust kl .8:25 og 9:15 á laugardagsmorgni í herbergi 1 á meðgöngudeildinni eftir 40 tíma hríðar. Sú sem tók á móti henni heitir Sigga og er yndisleg ljósmóðir á meðgöngudeildinni.

Í kvöld er svo kaffiboð fyrir ömmur, afa, systkini okkar og langömmur og langafa.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með stelpurnar :O)