miðvikudagur, 30. maí 2007

Næring foreldra og annarra aðstandenda

Hvernig stendur á því að foreldrar barna á barnaspítala hringsins á Hringbraut geti ekki komist í almennilegan mat eftir kl. 14 á daginn nema þurfa að ganga langa leið til að komast í matsalinn. Kaffistofan niðri á 1. hæð lokar kl. 14 á daginn og er lokuð um helgar !! Þar er hægt að kaupa ýmisslegt, rándýra salatdiska og samlokur allskonar og súpu, gos og djús. Það vantar stað þar sem hægt er að komast í almennilegan mat til að næra sig og safna orku til að geta setið hjá veiku barni, oft á sama staðnum lengi lengi. Foreldrar barna sem eru með börn sem liggja inn lengi eða koma hingað oft ættu að geta keypt matarmiða á sama verði og starfsmenn til að geta keypt matinn niðri í kaffistofu á sómasamlegu verði. Salatdiskurinn kostar 850, að vísu vel út látinn en það er dýrt þegar maður þarf að kaupa nokkra svoleiðis í marga daga í röð.

Það komast heldur ekki allir foreldrar oft frá veiku barni til að kaupa eitthvað í stórmarkaði til að hafa í ísskápnum inni á hvíldarherbergi foreldra. Þar er örbylgjuofn og samlokugrill en vantar hellu svo það sé hægt að elda sér almennilegan mat. Maður lifir ekki endalaust á pizzu, skyndimat eða samlokum !!

Kvart kvart.

5 ummæli:

Helga sagði...

já ég verð að vera sammála þér !! þú mátt sko alveg kvarta, því auðvitað þurfa foreldrar að borða á meðan þau eru með veik börn á sjúkrahúsi :/

Thelma sagði...

sammála, mátt alveg kvarta, var einu sinni með mína á barnaspitalanum og þurftum við að ganga marga ganga og upp og niður nokkra stiga til að komast í matsalinn.....og þar var maturinn ekki einu sinni góður :0/ Maður eru örugglega fljótari að labba á Subway sem er við umferðamiðstöðina og til baka aftur með mun betri mat ;-)

Nafnlaus sagði...

Þetta er greinilega eitthvað sem þarf að taka verulega á, fólk undir miklu andlegu stressi...sem ég efast ekki um að foreldrar þarna séu...þurfa á almennileri næringu að halda og það daglega.

Nafnlaus sagði...

JHii hvað ég er sammála þér, þó er þetta skárra en þegar ég var með mína snúllu á spító þá var ekki þessi kaffistofa til og því borðaði ég oft ekkert þar til maðurinn minn var búinn í vinnunni kl 16. En ég skil þig svooo vel þetta er ekki boðlegt fyrir fólk sem liggur langtímum saman með barn sitt á spító...það ætti fyrir löngu að vera búið að laga þetta nú árið 2007.
kv. Bryndís

stína fína sagði...

ég skil þig svo vel, pirrandi að hlutirnir séu ekki mannsæmandi :O(