fimmtudagur, 31. maí 2007

Kominn heim í bólið sitt

Víkingur Atli er búinn að vera á spítala síðan á þriðjudaginn. Ástæðan er óskýr en hann er búinn að vera með háan hita frá því á mánudaginn og engin skýring fyrir hitanum. Vegna hans sjúkrasögu þorðu læknarnir ekki annað en halda honum inni í eftirliti meðan ástandið á honum var svona. Líkalega var þetta einhver veira en einu einkennin var hiti . Í gæreftirmiðdag eftir stærðarinnar sprengju frá neðri hlutanum varð hann hitalaus og varð aftur litli grallarspóinn og glaðværi víkingurinn.

Við fengum svo að fá gullið okkar heim í dag. Seinustu daga hefur hann ekki sofið nema í 30-60 mín í einu 2x á dag ( hann sem er vanur að sofa í 2 tíma 2x á dag ). Hann sofnaði í bílnum á leiðinni heim eða um hálf eitt og er enn sofandi, nú í rúminu sínu. Greinilega gott að vera kominn heim. Vonandi borðar hann vel í kvöld en hann hefur verið ansi lystarlaus seinustu daga, eiginlega bara neitað að borða nema ávexti.

Starfsfólkið á lyfjadeildinni er alltaf jafn ljúft og gull af manni, gerir allt fyrir mann og meira til. Svo gott að hafa barnið sitt þarna inn þegar maður á annað borð er með veikt barn. Eina sem má bæta er matarmál aðstandenda en ég hef nú heyrt að það sé í góðum farvegi. Nú fá foreldrar barna sem liggja inni í 2 vikur eða lengur kort til að framvísa og fá þá matarmiða á ódýrara verði en áður, líka fá foreldrar barna sem leggjast oft eða reglulega inn á spítalann samskonar kort. Enn þó er ekki búið að koma með lausn fyrir helgar og kvöldunum. Foreldrar þurfa greinilega ekki að borða þá LOL.

2 ummæli:

Helga sagði...

flott að þið eruð komin heim :D
og já ég hef nú ekki lent í því sjálf að þurfa ekki að borða um helgar og kvöldin hehehe

stína fína sagði...

æi gott að hann er kominn heim :O)