föstudagur, 26. október 2007

Hæ aftur




Búin að vera í dágóðu fríi. Ekki mikið búin að vera að föndra né neitt annað. Gigtin að plaga mig þannig að ég hef eiginlega ekki gert neitt nema hugsa um mig og strákinn minn og svo hvíla mig þegar Kiddi er heima. Nú er þetta hinsvegar allt að koma , búin að fara á einn skrapphitting og er á leiðinni á jólakortahitting á laugardaginn ( jamm þið heyrðuð rétt jólakortahitting ).
Búin að gera nokkur kort bæði saumuð og skröppuð og er að senda frá mér bunka af afmæliskortum sem ég hef verið að trassa að gera ( einfaldlega ekki komið mér í þetta og svo gleymt þeim inn á milli, hendurnar bólgnar og þá geri ég ekki neitt og þegar góðir dagar koma þá er þetta ekki efst í kollinum mínum ).

Engin ummæli: